Kótelettan 2016

Kótelettan verður haldin í 7. sinn á Selfossi 10. til 12. júní. Hátíðin er í samstarfi við Eimskip, Pepsi Max, Tuborg, EB Kerfi og fjölda annara fyrirtækja. Síðustu ár hefur hátíðin einkennst af góðum grill ilm sem leggst yfir bæinn þegar bæjarbúar tendruðu grillin. Nú stefnum við á að gera enn betur með þessari stærstu grill- og tónlistarveislu Suðurlands.