Gististaðir

Tjaldsvæðið við Suðurhóla

 Gestir Kótelettunar geta nýtt sér Tjaldsvæði sem sett verður upp við Suðurhóla á Selfossi. Þar er hægt að tjalda gegn vægu gjaldi, Næturgæsla er á svæðinu og grunnþjónusta á staðnum s.s. rafmagn, vaskur og salerni.

Rútur á vegum JÞ Bíla, eru til og frá tjaldsvæðinu, bæði á Tónlistarfestivalið og einnig á Fjölskylduhátíðina í Sigtúnsgarði.

  Gesthús tjaldsvæði

]Vefsíða GesthúsaTjaldsvæðin eru staðsett við skemmtilegt útvistarsvæði í hjarta Selfoss. Um fimm mínútna gangur er í sundlaugina og um 10 mínútna gangur niður í miðbæ.

Svæðið þjónar tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum og bílhýsum. Bílum er lagt á bílastæði en mótorhjólum má leggja við tjöldin.  Á svæðinu eru sturtur, salerni, þráðlaus internettenging, eldavél, þvottavél og þurrkari. Sérstakt stæði er fyrir húsbíla.  Tjaldstæðið er opið frá 15. maí til 30. sept.

Hótel Selfoss

Vefsíða Hótel SelfossHótel Selfoss er glæsilegt og nútímalegt 99 herbergja hótel, staðsett á Selfossi.  Hótel Selfoss er vel staðsett fyrir þá sem ætla að njóta alls þess sem í boði er á Suðurlandi, hvort sem um er að ræða rólega náttúruskoðun eða æsilega afþreyingakosti sem Suðurland býður uppá.

Á Hótel Selfossi er glæsilegur veitingastaður, Riverside restaurant með stórfenglegu útsýni yfir Ölfusá og Ingólfsfjall. Veitingastaðurinn tekur allt að 200 manns í sæti.

Hostel Selfoss

Vefsíða Hostel Selfoss Hostel Selfoss er heimilislegt og snyrtilegt gistiheimili í hjarta Selfossbæjar. 

X