
Tjaldsvæðið við Suðurhóla
Velkomin á
tjaldsvæðið við Suðurhóla á Selfossi á Kótelettunni 2022
Tjaldsvæðið við Suðurhóla er bráðabirgða tjaldsvæði sem tekið er í notkun í tengslum við Bæjarhátíðina Kótelettuna helgina 8 – 10 júlí 2022. Vinsamlega kynnið ykkur nánar hér að neða umgengnisreglur og aðrar upplýsingar varðandi tjaldsvæðið.
VERÐ:
Helgarpassi verð 4000kr – miðast við hvern
gest fyrir helgina þ.e. föstudag til sunnudags dagana 8 -10 júlí.
Laugardagspassi verð 2500kr – miðast við eina
nótt en þá er bara hægt að greiða fyrir staka nótt á laugardeginum 9 júlí.
Gestir greiða við innganginn inn á svæðið og fá afhent armband
sem gildir sem aðgangur að svæðinu þessa helgina.
· Opnunartími – Tjaldsvæðið opnar
fyrir gesti föstudaginn 8 júlí kl 14:00 og þurfa gestir að yfirgefa tjaldsvæðið
fyrir kl 18:00 sunnudaginn 10 júlí.
· Aldurstakmark – 18 ára aldurstakmark
er á tjaldsvæðið við Suðurhóla. Allir gestir sem ekki eru lögráða þurfa
að vera í fylgd með forráðamönnum sínum.
· Aðkoma – Vegna umferðatafa
sem geta myndast milli Hveragerðis og Selfoss eru ökumenn eindregið hvattir til
þess að aka Þrengslin og Eyrarbakkaveg á Selfoss.
· Bílastæði – Umferð vélknúina ökutækja er með öllu bönnuð á tjaldsvæðinu og eru gestir beðnir um að leggja bifreiðumsínum á afmarkað svæði þegar þeir hafa komið eigum sínum fyrir á tjaldsvæðinu. (Umsjónamenn veita nánari upplýsingar við komu)
· Rúta – ÞÁ bílar sjá um akstur til og frá tjaldsvæðinu föstudags og laugardagskvöld upp á tónleikasvæði hátíðarinnar. Rútan gengur frá kl 22:00 og til kl 05:00 og er verð í rútuna 1000kr ferðin. Greitt er í rútuna við brottför hverju sinni.
· Leigubílar – Taxi Selfosss: 482-3800 og Taxi Árborg s:482-1333.
· Rusl / Meðferð úrgangs – Ruslatunnur
er víðsvegar á tjaldsvæðinu merkar fyrir rusl eða dósir og eru gestir beðnir um
að flokka eins og við á. Ruslagámur er við inn og útgang á svæðinu. Losun ferðasalerna er ekki á svæðinu en hægt er að losa á afgreiðslustöð N1 og Olís Selfossi.
· Salerni – Salernisgámar eru á svæðinu.
· Vatn – aðgangur að vatni er á svæðinu.
· Rafmagn – Mjög takmarkað aðgengi er að rafmagni á svæðinu.
· Grill – Aðgát skal höfð við notkun einnota grilla vegna hættu á íkveikju. Hægt er að nálgast hellur hjáþjónustumiðstöð til að hafa undir grillinu.
· Gæludýr – Ekki er heimilt að vera með gæludýr á tjaldsvæðinu.
· Ró – Ró skal vera á svæðinu milli kl 24:00 – 07:00 og skal leytast við að forðast allan óþarfa hávaða á svæðinu þar sem byggð er nærri.
· Gæsla – Gæsla er á svæðinu
Neyðanúmer lögreglu og slökkvuliðs – 112
Umsjónamaður tjaldsvæðir – Sólveig Guðjónsdóttir s: 791-6889
Aðrar reglur
1. Gestir á
svæðinu eru beðnir um að virða allar almennar umgengisreglur. Athugið brot á
reglum varðar bottvísun af tjaldsvæðinu.
2. Allar
skemmdir sem gestir vinna á aðstöðu tjaldsvæðisins eða á eigum annarra verða
kærðar til lögreglu.
3. Óheimilt
er að hafa opin eld á tjaldsvæðinu.
4. Aðgát
skal höfð á svæðinu í kringum tjaldsvæðið þar sem byggingarsvæði eru í næsta
nágrenni.
5. Allt ofbeldi er fordæmt og eru þolendur og vitni hvött til að tilkynna um öll slík
mál til lögreglu.
Gesthús tjaldsvæði

]Vefsíða Gesthúsa– Tjaldsvæðið er staðsett við skemmtilegt útvistarsvæði í hjarta Selfoss. Um fimm mínútna gangur er í sundlaugina og um 10 mínútna gangur niður í miðbæ.
Svæðið þjónar tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum, hjólhýsum og bílhýsum. Nánari upplýsingar má finna á gesthus.is. Vinsamlega athuguð að aldurstakmark á tjaldsvæðið við Gesthús er 25 ára.
Hótel Selfoss

Vefsíða Hótel SelfossHótel Selfoss er glæsilegt og nútímalegt 99 herbergja hótel, staðsett á Selfossi. Hótel Selfoss er vel staðsett fyrir þá sem ætla að njóta alls þess sem í boði er á Suðurlandi, hvort sem um er að ræða rólega náttúruskoðun eða æsilega afþreyingakosti sem Suðurland býður uppá.
Á Hótel Selfossi er glæsilegur veitingastaður, Riverside restaurant með stórfenglegu útsýni yfir Ölfusá og Ingólfsfjall. Veitingastaðurinn tekur allt að 200 manns í sæti.