Götugrillmeistarinn

Um Kótelettuna

Um Kótelettuna

7 - 9 Júní 2019 | Selfossi

7 - 9 Júní 2019 | Selfossi

Grillmeistarinn 2024

Verður þú Grillmeistarinn 2024?
Taktu þátt í skemmtilegri grillkeppni á vegum Kótelettunar í samstarfi við BBQ Kónginn, Weber á Íslandi og Kjötkompaní.
Keppt verður bæði í flokki áhugamanna og fagaðila þar sem 4 keppendur etja kappi í hvorum flokki.

Vinningarnir eru ekki af verri endanum og fá sigurvegararnir í hvorum flokki fyrir sig, glæsilegt grill frá Weber á Íslandi, kjöt frá Kjötkompaní og 100.000kr í verðlaunafé.
Allir keppendur verða svo að sjálfsögðu leystir út með glæsilegum þáttökuverðlaunum.
Keppnin fer fram á miðbæjartúninu á Selfossi laugardaginn 13 júlí og hefst kl 13:30.

Keppnisreglur:
• Grilla má kjöt eða fisk og ekki skemmir að hafa gott meðlæti
• Keppendur meiga undirbúa réttinn eins lengi og þeir vilja áður en keppnin hefst en keppendur byrja allir að grilla á sama tíma.
• Keppendur fá hálftíma til að grilla og skila tilbúnum diski til dómara (1 stk.)
• Grilla þarf á grillum frá Weber á Íslandi sem verða keppendum innan handa ásamt áhöldum.

Nánari upplýsingar og skráning er á grillmeistarinn@kotelettan.is

Dæmt verður eftir:
• Áferð og bragði réttar
• Notkun á hráefni
• Framsetningu
• Almennum Léttleika

Skilmálar:
Keppendur gefa leyfi til myndatöku og umfjöllun í tengslum við keppnina. Keppendur verða að vera í góðu skapi og stuði!