Kótelettan Music Festival - Spurt og Svarað - Aðstoð
Ég þarf aðstoð!
18 ára aldurstakmark – gildir árið eða dagurinn?
Samkvæmt lögum gildir dagurinn. Miðar og armbönd einstaklinga undir 18 ára aldri verða gerð ógild og verða ekki endurgreidd.
Hvernig kemst ég inn á Kótelettan Music Festival?
Alli gestir þurfa að bera armband sem fæst afhent gegn framvísun miða eða aðgangseyris í miðasölu á hátíðarsvæði Kótelettunnar Music Festival
Get ég sótt armbönd fyrir fjölskyldu og vini?
Nei, handhafar miða þurfa að sækja eigin armbönd. Starfsfólk Kótelettunnar setur armbönd á gesti.
Þarf ég að hafa skilríki meðferðis?
Það borgar sig alltaf að hafa skilríkin á sér. Starfsfólki Kótelettunnar ber að fylgja lögum og reglum um aldurstakmark. Starfsfólk hefur rétt á því að spyrja um skilríki hvenær sem er innan hátíðarsvæðis. Miðar og armbönd einstaklinga undir 18 ára aldri verða gerð ógild og verða ekki endurgreidd.
Ég kemst ekki – get ég fengið endurgreitt?
Hægt er að fara fram á endurgreiðslu á miðakaupum sem gerð hafa verið í gegnum vefsíðu Kótelettunar í allt að 14 daga frá kaupum. Þetta á hinsvegar ekki við um beiðnir um endurgreiðslur sem berast þegar minna en 14 dagar eru í auglýstan viðburð.
Já, en hvað ef? Covid-19?
- Ekki hafa áhyggjur.
- Ef Kótelettan 2021 fellur niður af sóttvarnarástæðum, þá færast miðarnir sjálfkrafa á Kótelettuna 2022 eða kaupandi getur óskað eftir fullri endurgreiðslu til og með 31.8.2021.
- Ef dagsetning Kótelettunnar 2021 breytist af sóttvarnarástæðum, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýjar dagsetningar. Ef þær henta hinsvegar ekki getur kaupandi óskað eftir að miði sé færður yfir á Kótelettuna 2022 eða óskað eftir fullri endurgreiðslu í allt að 7 daga eftir tilkynningu um nýjar dagsetningar fyrir Kótelettuna 2021. Tilkynning mun birtast á Facebook, Kotelettan.is og send í tölvupósti á miðaeigendur.