Kótelettan Music Festival - Spurt og Svarað - Aðstoð

 

Ég þarf aðstoð!

Það er mikið álag á starfsfólki Kótelettunnar þegar þetta er skrifað og svör geta dregist. Við viljum samt að allir séu vel upplýstir. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman helstu spurningarnar sem okkur eru að berast. Ef þessi síða svarar ekki spurningum þínum, vinsamlega fylltu út eyðublaðið hér neðst og við höfum samband við fyrsta tækifæri.
 

18 ára aldurstakmark – gildir árið eða dagurinn?

Samkvæmt lögum gildir dagurinn. Miðar og armbönd einstaklinga undir 18 ára aldri verða gerð ógild og verða ekki endurgreidd. 

Hvernig kemst ég inn á Kótelettan Music Festival?

Alli gestir þurfa að bera armband sem fæst afhent gegn framvísun miða eða aðgangseyris í miðasölu á hátíðarsvæði Kótelettunnar Music Festival

Get ég sótt armbönd fyrir fjölskyldu og vini?

Nei, handhafar miða þurfa að sækja eigin armbönd. Starfsfólk Kótelettunnar setur armbönd á gesti.

Þarf ég að hafa skilríki meðferðis?

Það borgar sig alltaf að hafa skilríkin á sér. Starfsfólki Kótelettunnar ber að fylgja lögum og reglum um aldurstakmark. Starfsfólk hefur rétt á því að spyrja um skilríki hvenær sem er innan hátíðarsvæðis. Miðar og armbönd einstaklinga undir 18 ára aldri verða gerð ógild og verða ekki endurgreidd. 

Ég kemst ekki – get ég fengið endurgreitt?

Hægt er að fara fram á endurgreiðslu á miðakaupum sem gerð hafa verið í gegnum vefsíðu Kótelettunar í allt að 14 daga frá kaupum. Þetta á hinsvegar ekki við um beiðnir um endurgreiðslur sem berast þegar minna en 14 dagar eru í auglýstan viðburð.

Já, en hvað ef? Covid-19?
  • Ekki hafa áhyggjur.
  • Ef Kótelettan 2021 fellur niður af sóttvarnarástæðum, þá færast miðarnir sjálfkrafa á Kótelettuna 2022 eða kaupandi getur óskað eftir fullri endurgreiðslu til og með 31.8.2021.
  • Ef dagsetning Kótelettunnar 2021 breytist af sóttvarnarástæðum, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýjar dagsetningar. Ef þær henta hinsvegar ekki getur kaupandi óskað eftir að miði sé færður yfir á Kótelettuna 2022 eða óskað eftir fullri endurgreiðslu í allt að 7 daga eftir tilkynningu um nýjar dagsetningar fyrir Kótelettuna 2021. Tilkynning mun birtast á Facebook, Kotelettan.is og send í tölvupósti á miðaeigendur.

Sendu okkur skilaboð:


    X