Um Kótelettuna

Um Kótelettuna

Um Kótelettuna

7 - 9 Júní 2019 | Selfossi

7 - 9 Júní 2019 | Selfossi

UPPRUNI
OG MARKMIÐ

Kótelettan BBQ Festival er nú haldin í 14. sinn en hún var fyrst haldin árið 2009. Hátíðin hefur verið að festa sig í sessi sem ein stærsta grillveisla landssins þar sem lögð er höfuðáhersla á kjötmeti og allt sem fylgir því að grilla góðan íslenskan mat. Auk kynninga á íslenkum matvælum er boðið upp á glæsilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna frá morgni til kvölds. Eins og undanfarinn ár verður Grillmeistarinn 2024 valinn, og Grillpylsa ársins. Flottasta grillveislan verður svo að sjálfsögðu verðlaunuð með glæsilegum vinningum.

BBQ
FESTIVAL

Íslenskir matvælaframleiðendur skipa stóran sess í hátíðinni en
þar koma saman helstu kjötframleiðendur og söluaðilar landsins, Sölufélag garðyrkumanna o.fl. til þess að kynna og minna á
þær frábæru vörur sem framleiddar eru á Íslandi. Gestum og gangandi gefst kostur á því að fara um
svæðið og bragða á íslensku kjöti, grænmeti og öðru góðgæti. Stóra Grillsýnininn verður einnig á sýnum stað þar sem hægt er að kynna sér heitustu grillin á markaðnum í dag.

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ
Yfir daginn er boðið upp í fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna á
miðbæjartúninu, m.a. barnaskemmtun, tónleika og margt fleira. Aðgangur að
dagskemmtun er ókeypis en hún er í haldin í Sigtúnsgarðinum í samstarfi við sveitarfélagið Árborg
og ýmis fyrirtæki á svæðinu.

TÓNLISTARFESTIVAL
Fjölmargir þekktir tónlistarmenn hafa stigið á stokk á Kótelettunni og verður dagskráinn vegleg að vanda þetta árið. Tónlistarfestivalið fer fram bæði inni í Hvítahúsinu og einnig á glæsilegu útisviði þar sem engu er til sparað. Frábær skemmtun þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Forsala á tónlistarfestivalið fer fram á heimasíðu Kótelettunar.

Stjórnendur Kótelettunar bjóða þig hjartanlega velkominn á Selfoss á 14. Kótelettuna með von um að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og skemmt sér í sátt og samlyndi við umhverfið og náungann. Síðast en ekki síst njóta þess að vera saman, grilla og hafa gaman. Við hvetjum heimamenn til að bjóða vinum og vandamönnum velkomna á Selfoss til þess að njóta hátíðarinnar og alls sem bæjarfélagið hefur uppá að bjóða.