FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ & BBQ FESTIVAL
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ OG BBQ FESTIVAL
Kótelettan BBQ Festival fer fram á Selfossi laugardaginn 12. júlí 2025 en í ár fagnar hátíðin 15 ára afmæli.
BBQ og fjölskylduhátíðin fer fram í Sigtúnsgarði og býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, þar á meðal; Fjölskylduskemmtun, Tívolí, Markaði og Stóru Grillsýninguna, en þar gefst grillurum tækifæri á sjá öll bestu grillin á markaðinum og smakka það besta á grillið í sumar hvort sem það er kjötið, grænmetið eða kartöflurnar. Ýmis kynningartilboð verða á svæðinu.
Ath. Aðgangur að fjölskyldudagskrá og BBQ-hátíðinni er ókeypis.
Nánari tímasett dagskrá verður auglýst síðar.

stóra grillsýningin
Komdu að sjá öll bestu grillin á markaðinum og smakkaðu það besta á grillið í sumar hvort sem það er kjötið eða grænmetið.
Ýmis kynningartilboð verða á svæðinu.

fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíð Kótelettunar fer fram 12. júlí í Sigtúnsgarði og býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa.
Hlökkum til að sjá ykkur!

styrktarlettur skb
Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna verða með sýna árlegu sölu á kótelettum laugardaginn
12. júlí.2024 milli kl. 13:00 og 16:00.

grillpylsa ársins
Stærstu kjötframleiðendur landsins etja kappi um Grillpylsu ársins 2025!
Við hvetjum við alla að koma og fylgjast með, en í fyrra vann Osta Chilli pylsan frá Ali. Hver skyldi hreppa sigurinn í ár?

grillmeistarinn
Keppt verður í flokki áhuga- og atvinnumanna. Keppnin er haldin í samstarfi við Weber á Íslandi, Sælkerabúðina og BBQ Kónginn og eru sigurvegararnir leystir út með glæsilegum vinningum.
Dagskrá
Föstudagur
-
Sprell Tívolí og UK Tívolí
19:00
LAugardagur
-
Markaðir opna
13:00
-
Sprell Tívolí, UK Tívolí, Loftbolti ofl.
13:00
-
Veltibílinn í boði Sjóvá
13:00
-
BBQ Festival hefst
13:00
Sunnudagur
-
Markaðir opna
13:00
-
Sprell Tívolí, UK Tívolí, Loftbolti ofl.
13:00
-
Veltibílinn í boði Sjóvá
13:00
-
BBQ Festival hefst
13:00