Kótelettan Music Festival - Spurt og Svarað - Aðstoð

Ég þarf aðstoð!

Það er mikið álag á starfsfólki Kótelettunnar Music Festival þessa dagana og svör geta dregist. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman helstu spurningarnar sem okkur eru að berast. Ef þessi síða svarar ekki spurningum þínum, vinsamlega fylltu út eyðublaðið hér neðst og við svörum við fyrsta tækifæri.
Þessi hjálparvefur er eingöngu fyrir Kótelettuna Music Festival.

Hvar er tónlistarhátíð Kótelettunar haldin?

Tónlistarhátíð Kótelettunar er haldin við Hvítahúsið á Selfossi, að Hrísmýri 6. Smelltu hér til að finna okkur á Já.is.

Kostar eitthvað á Kótelettuna?

Kótelettan BBQ Festival í Miðbæjargarði Selfoss – Frítt inn
Kótelettan Fjölskylduhátíð í Miðbæjargarði Selfoss – Frítt inn
Kótelettan Music Festival – Aðgangseyrir og miðasala hér á vefnum

18 ára aldurstakmark á Music Festival – gildir árið eða dagurinn?

Gestir Kótelettunnar Music Festival þurfa að vera að fullu 18 ára, því er það dagurinn sem gildir. Sbr. reglugerð 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Hvernig kemst ég inn á Kótelettan Music Festival?

Allir gestir þurfa að bera armband sem fæst afhent gegn framvísun miða eða aðgangseyris í miðasölu á hátíðarsvæði Kótelettunnar Music Festival.
Hægt er að skipta út miðum fyrir armbönd í miðasölu við hátíðarsvæðið á opnunartíma 8. og 9. júlí. 

Hvenær opnar miðasalan?

Hægt er að kaupa miða á netinu allan sólarhringinn.
Miðasala á hátíðarsvæði opnar kl. 14:00 föstudaginn 7. júlí. Við hvetjum þig til að mæta snemma og fá afhent armband. 
Nánari upplýsingar um opnun miðasölu verður auglýst á Facebook síðu okkar þegar nær dregur hátíð.

Get ég keypt miða á staðnum?

Eina leiðin til að gulltryggja sér miða er að versla hann á netinu – það getur orðið uppselt og þá verða ekki miðar í boði í miðasölu á hátíðarsvæði. 

Get ég sótt armbönd fyrir fjölskyldu og vini?

Nei, handhafar miða þurfa að sækja eigin armbönd. Starfsfólk Kótelettunnar setur armbönd á gesti.

Þarf ég að hafa skilríki meðferðis?

Nauðsynlegt er að hafa skilríki meðferðis þar sem starfsfólki Kótelettunnar ber að fylgja lögum og reglum um aldurstakmark. Starfsfólk hefur rétt á því að spyrja um skilríki hvenær sem er innan hátíðarsvæðis. Miðar og armbönd einstaklinga undir 18 ára aldri verða gerð ógild og verða ekki endurgreidd. 

Ég fékk ekki miðann í tölvupósti / rangt netfang skráð

Rafrænir miðar eru sendir í tölvupósti frá netfanginu noreply@kotelettan.is. Kíktu í rusl/spam áður en þú hefur samband með eyðublaðinu hér fyrir neðan.

Óskilamunir – tapað og fundið

Tónlistargestir eru hvattir til að afhenda starfsfólki Kótelettunnar í miðasölu eða á næsta bar alla óskilamuni sem þeir finna. 
Hægt verður að nálgast óskilamuni á opnunartíma Mömmumats í Hvítahúsinu, mánudaga til föstudaga frá 11:00 – 13:30. Vinsamlega sendið fyrirspurnir vegna óskilamuna með því að fylla út eyðublaðið hér fyrir neðan eða á info@kotelettan.is.

Ég kemst ekki – get ég fengið endurgreitt?

Hægt er að fara fram á endurgreiðslu á miðakaupum sem gerð hafa verið í gegnum vefsíðu Kótelettunar í allt að 14 daga frá kaupum. Þetta á hinsvegar ekki við um beiðnir um endurgreiðslur sem berast þegar minna en 14 dagar eru í auglýstan viðburð, sbr. skilamála við miðakaup.
Hægt er að óska eftir nafnabreytingu á miða með því að fylla út eyðublaðið hér fyrir neðan – mikilvægt er að láta fylgja fullt nafn, kennitölu og netfang nýs miðaeiganda.

Sendu okkur skilaboð: