Götugrillmeistarinn

Um Kótelettuna

Um Kótelettuna

7 - 9 Júní 2019 | Selfossi

7 - 9 Júní 2019 | Selfossi

Götugrillmeistarinn 2019

Verður þú Götugrillmeistarinn árið 2019?

Taktu þátt í skemmtilegri grillkeppni á vegum Götugrill Securitas, Weber á Íslandi og Kjarnafæðis. 

Að þessu sinni verður keppt í  2 flokkum, 4 keppendur í hvorum flokk fyrir sig. Annarsvega er keppt í hópi fagaðila og hinsvega áhugamanna.

Vinningarnir eru ekki af verri endanum og fá sigurvegararnir glæsilegt  grill frá Weber, kjöt frá kjarnafæði og öryggispakka frá Securitas.

Allir keppendur verða svo að sjálfsögðu leystir út með kjöti frá Kjarnafæði, grilltangasetti frá Götugrill Securitas, grænmetiskörfu frá Sölufélagi garðyrkjumanna, ostakörfu frá MS og miða á kótelettuna. 

Keppnin fer fram á miðbæjartúninu á Selfossi laugardaginn 8 júní og hefst kl 13:30.

Keppnisreglur:

  • Grilla má hvað sem er en leitað er eftir góðum heimilislegum grillrétti.
  • Undirbúa má eins lengi og vill en keppendur byrja allir að grilla á sama tíma.
  • Keppendur fá hálftíma til að grilla og skila tilbúnum diski til dómara (1 stk.)
  • Grilla þarf á grillum frá Götugrilli Securitas, í merktum svuntum en grill og áhöld verða tilbúinn á staðnum (grillin heit)

Nánari upplýsingar og skráning er á grillmeistarinn@kotelettan.is

Dæmt verður eftir:

  • Matseðli
  • Framsetningu á diski
  • Notkun á hráefni
  • Almennum Léttleika
  • Og að sjálfsögðu BRAGÐ RÉTTA

Skilmálar:
Keppendur gefa leyfi til myndatöku, birtingu á matseðlum og umfjöllun um grillkeppnina.  Keppendur verða að vera í góðu skapi og stuði!

X